Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 25. maí 2018 12:13
Magnús Már Einarsson
Sara í myndatöku á morgun
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það skýrist á næstu dögum hversu lengi íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir verður frá keppni en hún meiddist á hásin í tapi Wolfsburg gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að það komi betur í ljós á næstu dögum hvernig meiðslin hjá Söru eru.

„Ég talaði við hana í morgun og þá fann hún minni verk en í gær. Það er ljóst að hásinin er ekki slitin," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.

„Hún fer í myndatöku á morgun og síðan hittir hún sérfræðing í Þýskalandi í næstu viku til að meta alvarleika meiðslanna út frá myndunum. Það er ómögulegt að segja til um það á þessari stundu."

Óvíst er hvort að Sara verði klár í slaginn þegar Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM þann 11. júní en Freyr vill ekki útiloka þátttöku hennar þar.

Íslenska landsliðið á síðan mjög mikilvæga leiki í undankeppninni gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner