fös 25. maí 2018 15:58
Elvar Geir Magnússon
Sarri fundar með Chelsea í dag
Sarri stýrði Napoli í annað sæti ítölsku deildarinnar.
Sarri stýrði Napoli í annað sæti ítölsku deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Chelsea fundar með Maurizio Sarri í dag en félagið er að skoða möguleika á markaðnum í stað Antonio Conte sem allt bendir til að sé á förum í sumar.

Conte skilaði bikarmeistaratitli í hús um síðustu helgi.

„Á eins erfiðu tímabili og þessu hef ég sannað að ég er raðsigurvegari," sagði Conte eftir að bikarinn fór á loft.

Sarri er hættur störfum hjá Napoli en félagið tilkynnti um ráðningu á Carlo Ancelotti í vikunni.

Sarri er 59 ára og hefur aldrei starfað utan heimalandsins. Hann er sagður vilja taka við Chelsea en ekki er vitað hvort hann sé kostur númer eitt hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner