Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. maí 2018 06:00
Fótbolti.net
Spánn Evrópumeistari U17
Eva Navarro.
Eva Navarro.
Mynd: UEFA
Spánverjar sigruðu Þjóðverja 2-0 í úrslitaleik Evrópumóts U17 ára liða í Litháen í vikunni. Spænska liðið endurheimti því titilinn sem það vann í lokakeppninni á Íslandi árið 2015 en Þjóðverjar sigruðu árin 2016 og 2017. Það var Eva Navarro sem skoraði bæði mörk spænsku stelpnanna í dag en mörkin má sjá neðst í fréttinni.

Navarro skoraði sex af tíu mörkum spænska liðsins í keppninni en aðalstjarna Spánverja, Claudia Pina sem leikur með Barcelona, var ekki með í lokakeppninni vegna meiðsla.

Hér má sjá leið liðanna í úrslitaleikinn en Spánn lék við Ísland í forkeppninni í haust og Þýskaland mætti íslenska liðinu í milliriðli í mars.

Spánn
Forkeppni í Azerbaijan í október
Spánn 22 – 0 Svartfjallaland
Spánn 3 – 0 Azerbaijan
Spánn 2 – 1 ÍSLAND

Milliriðill í Ísrael í mars
Spánn 7 – 0 Ísrael
Spánn 4 – 0 Rússland
Spánn 1 – 0 Danmörk

Lokakeppnin í Litháen í maí

Riðill
Spánn 0 – 0 Ítalía
Spánn 2 – 1 England
Spánn 5 – 0 Póland

Undanúrslit
Spánn 1 – 0 Finnland

Úrslit
Spánn 2 – 0 Þýskaland

Þýskaland
Þjóðverjar fóru beint í milliriðill sem ríkjandi meistarar

Milliriðill í Þýskalandi í mars
Þýskaland 5 – 0 Azerbaijan
Þýskaland 3 – 1 ÍSLAND
Þýskaland 2 -0 Írland

Lokakeppnin í Litháen í maí

Riðill
Þýskaland 2 -1 Finnland
Þýskaland 2 – 2 Holland
Þýskaland 8 – 0 Litháen

Undanúrslit
Þýskaland 8 -0 England

Úrslit
Spánn 2 – 0 Þýskaland


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner