Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 25. maí 2018 14:16
Magnús Már Einarsson
Viktor Örn með slitið krossband
Viktor í leik með ÍR.
Viktor í leik með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR hefur orðið fyrir áfalli í Inkasso-deildinni en miðjumaðurinn Viktor Örn Guðmundsson verður væntanlega frá keppni út tímabilið eftir að í ljós kom að fremra krossband er slitið.

Guðmundur Hilmarsson, faðir Viktors og íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, greinir frá þessu á Twitter í dag.

„Það eru ekki alltaf jólin í sportinu. Minn uppáhalds leikmaður sem er auðvitað sonur minn, Viktor Örn, var að fá niðurstöðu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik í mars. Fremra krossbandið er slitið. Er sannfærður um að hann kemur sterkari til baka með sinn flotta gullfót," segir Guðmundur.

Viktor Örn, sem er uppalinn hjá FH, var í lykilhlutverki hjá ÍR í Inkasso-deildinni í fyrra en hann skoraði þá þrjú mörk í 21 leik.

ÍR er með þrjú stig eftir fjóra leiki í byrjun móts en talsverð meiðsli hafa verið hjá liðinu í byrjun sumars. Miðjumaðurinn Stefán Þór Pálsson er meðal annars frá keppni sem og framherjinn Jón Gísli Ström.

„Stefán Þór þurfti því miður að fara í aðgerð í byrjun maí," sagði Brynjar Gestsson, þjálfari ÍR, eftir tapið gegn Leikni R. í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan.
Binni Gests: Stevie Wonder hefði dæmt þetta betur
Athugasemdir
banner
banner
banner