Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júní 2013 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Heimasíða Liverpool 
Simon Mignolet til Liverpool (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur fest kaup á belgíska markverðinum Simon Mignolet frá Sunderland, en kaupverð er talið vera um níu milljónir punda.

Mignolet, sem er 25 ára gamall, hafði staðið sig vel hjá Sunderland frá því hann kom árið 2010 frá Sint-Truiden.

Sunderland og Liverpool komust að samkomulagi um kaupverð á markverðinum á dögunum og eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu þá skrifað hann undir langtímasamning í dag.

Þetta eru fjórðu kaup Liverpool í sumar, en Kolo Toure, Iago Aspas og Luis Alberto gengu allir til liðs við Liverpool á dögunum.

Það er því nóg að gerast hjá Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, þessa stundina, en stjórinn var í skýjunum með nýju kaupin.

,,Ég er ánægður með að vera kominn með einn besta markvörð ensku úrvalsdeildarinnar. Simon er kominn til félags þar sem hann fær tækifæri til þess að bæta sig sem leikmaður," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner