lau 25. júní 2016 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Sindri með stórsigur á Njarðvík
Kristinn Justiniano skoraði fyrir Sindra
Kristinn Justiniano skoraði fyrir Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Sindri 5 - 0 Njarðvík
1-0 Tómas Leó Ásgeirsson (´12 )
2-0 Einar Smári Þorsteinsson (´29 )
3-0 Benjamin Dizdaric (´60 )
4-0 Kristinn Justiniano Snjólfsson (´67 )
5-0 Duje Klaric (´75 )
Rautt spjald: Ómar Jóhannsson, Njarðvík (´10 )

Lokaleik dagsins í 2. deild karla var að ljúka, en í honum áttust við Sindri og Njarðvík.

Það dró strax til tíðinda eftir tíu mínútu þegar Ómar Jóhannsson, markvörður Njarðvíkur, lét reka sig af velli og tveimur mínútum eftir það kom fyrsta markið. Það skoraði Tómas Leó Ásgeirsson fyrir Sindra, 1-0.

Einar Smári Þorsteinsson bætti við marki fyrir hálfleik og staðan var því 2-0 þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum gengu Sindramenn enn meira á lagið. Benjamin Dizdaric, Kristinn Justiniano Snjólfsson og Duje Klaric skoruðu og lokatölur 5-0 fyrir Sindra.

Kannski ekki eitthvað sem margir bjuggust fyrir leikinn, en rauða spjaldið sem Njarðvík fékk í upphafi á væntanelega stóran þátt í þessu. Sindri er nú í 4. sæti með 12 stig á meðan Njarðvík er í 6. sæti með 11 stig.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner