Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2016 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Einherji með sigur í átta marka leik
Einherji bar sigur úr býtum í dag
Einherji bar sigur úr býtum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kári 3 - 5 Einherji
0-1 Sigurður Dony Sigurðsson (´8 )
1-1 Sindri Snæfells Kristinsson (´21 )
2-1 Helgi Jónsson (´55 )
2-2 Daði Petersen (´60 )
2-3 Todor Hristov (´77 )
2-4 Sigurður Donys Sigurðsson (´79, víti )
2-5 Todor Hristov (´89 )
3-5 Páll Sindri Einarsson (´96 )
Rautt spjald: Dilyan Kolev, Einherji (´73 )

Fyrri leik dagsins í 3. deild karla er lokið, en í honum áttust við Kári og Einherji.

Einherji komst yfir þegar Sigurður Donys Sigurðsson skoraði, en Kári náði að jafna um miðbik fyrri hálfleiksins þegar Sindri Snæfells Kristinsson skoraði.

Helgi Jónsson kom svo Kára yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik, en sú forysta entist ekki lengi því Daði Petersen jafnaði aðeins fimm mínútum síðar.

Dilyan Kolev, miðjumaður Einherja, var síðan rekinn af velli á 73. mínútu. Það efldi bara Einherja hins vegar eitthvað var. Todor Hristov skoraði tvisvar og Sigurður Donys einu sinni og allt í einu var staðan orðin 5-2.

Ótrúlegur karakter hjá tíu leikmönnum Einherja og breyta stöðunni úr 2-2 í 5-2. Páll Sindri Einarsson minnkaði muninn undir lokin fyrir Kára, en það var of seint.

Lokatölur í þessum leik, 5-2 fyrir Einherja og þeir eru núna með 12 stig í 4. sæti deildarinnar. Kári er með níu stig í sætinu fyrir neðan.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner