lau 25. júní 2016 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allir tilbúnir í slaginn hjá Englandi
Það eru engin meiðslavandræði hjá enska liðinu
Það eru engin meiðslavandræði hjá enska liðinu
Mynd: Getty Images
Það eru allir leikmenn Englands tilbúnir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.

Enska liðið mun halda til Nice á morgun, en leikurinn fer fram á mánudagskvöld. England hefur ekki unnið útsláttarleik á stórmóti í heil tíu ár.

Það hafa komið upp nokkur spurningarmerki hjá Englandi fyrir leikinn, en það voru þó allir með á æfingu í dag.

Adam Lallana, einn af þeim fimm leikmönnum sem hafa byrjað alla leiki liðsins hingað til var talinn tæpur. Hann æfði þó með liðsfélögum sínum í dag og mun væntanlega geta spilað á mánudaginn.

Mikið hefur verið talað um Harry Kane og það að hann eigi eftir að sína sitt besta á mótinu. Hann byrjaði á bekknum gegn Slóvökum, en mun væntanlega hoppa beint aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Íslandi á kostnað Jamie Vardy.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner