lau 25. júní 2016 11:44
Magnús Már Einarsson
Annecy
Arnar Gunnlaugs tekur ekki við KR - Áfram aðstoðarþjálfari
Arnar í leik með KR fyrir mörgum árum.
Arnar í leik með KR fyrir mörgum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Arnar Gunnlaugsson mun líklega stýra æfingu KR á morgun eftir að Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson komust að samkomulagi um starfslok hjá félaginu í dag.

Arnar kom inn í þjálfarateymi KR í síðustu viku og hann verður áfram aðstoðarþjálfari.

Hann er hins vegar ekki að taka við sem aðalþjálfari.

„Það er engin æfing í dag en það er æfing á morgun og að öllu óbreyttu stjórnar Arnar Gunnlagus henni," sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Við erum í leit að manni. Arnar verður ekki aðalþjálfari en hann er enn að störfum hjá okkur."

Henrik Bödker verður einnig áfram í þjálfarateymi KR að sögn Kristins.

KR tapaði 2-1 gegn ÍA í fyrrakvöld en liðið er í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir níu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner