Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. júní 2016 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bilic: Hefði verið betra fyrir England að fá Portúgal en Ísland
Icelandair
Bilic telur að Ísland geti strítt Englandi
Bilic telur að Ísland geti strítt Englandi
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, stjóri West Ham á Englandi, segir að Portúgal hefði verið betri andstæðingur fyrir England heldur en Ísland sé.


Bilic skrifar um þetta í pistli sínum hjá Daily Mail í dag.

„Ég skil af hverju margir eru fegnir því að mæta Íslandi frekar en Portúgal, en þetta eru ekki bara góðar fréttir. Þið munið eftir því að England átti í erfiðleikum með að brjóta niður Slóvakíu og nú mæta þeir Íslandi sem eru enn erfiðari í teignum. Þeir elska að verjast."

„Ég sé þetta svona. Leikmenn Slóvakíu líta á það sem vinnu að spila vörn. Leikmenn Íslands líta á það sem listgrein."

„Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega en það hefði mögulega verið betra fyrir England að mæta Portúgal, Króatíu eða Þýskalandi,"
sagði Bilic sem hefur starfað sem álitsgjafi hjá sjónvarpstöðinni ITV á EM.

„Þetta verður ekki auðvelt. Það verður mun erfiðara fyrir England að sækja á Ísland en öfugt."

England og Ísland mætast í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner