Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. júní 2016 08:06
Elvar Geir Magnússon
Búið að opinbera hver dæmir leik Íslands og Englands
Icelandair
Mynd: Getty Images
Slóveninn Damir Skomina verður með flautuna þegar Ísland og England mætast á mánudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.

Skomina er 39 ára en hann fæddist í borginni Koper í suðvesturhluta Slóveníu.

Hann er að dæma á sínu öðru Evrópumóti en hann dæmdi þrjá leiki á EM 2012.

Meðal leikja sem hann hefur dæmt er seinni leikur Real Madrid og Manchester City í Meistaradeildinni þann 5. maí síðastliðinn.

2012 fór Arsene Wenger í þriggja leikja bann fyrir að gagnrýna Skomina eftir að Arsenal féll úr leik í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner