Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America í dag - Hvaða lið tekur bronsið?
Heimamenn leika um bronsverðlaun
Heimamenn leika um bronsverðlaun
Mynd: Getty Images
Leikur dagsins á Copa America 2016:
00:00 Bandaríkin - Kólumbía (Stöð 2 Sport)

Næstsíðasti leikurinn á Copa America í Bandaríkjunum fer fram í nótt þegar leikið verður um bronsið.

Þetta er leikurinn sem enginn vill spila í, en í nótt verða það heimamenn frá Bandaríkjunum og Kólumbía sem eigast við.

Bandaríkin töpuðu í undanúrslitum fyrir Argentínu 4-0 á meðan Kólumbía þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Síle á renniblautum velli.

Leikurinn hefst á miðnætti og er sýndur á Stöð 2 Sport.

Það verða svo Síle og Argentína sem mætast í úrslitum aðra nótt. Það verður annað árið í röð sem liðin leika til úrslita, en í fyrra hafði Síle betur eftir vítakeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner