Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. júní 2016 09:50
Magnús Már Einarsson
Annecy
Eiður: Chelsea verður alltaf mitt félag númer eitt
Icelandair
Eiður fagnar marki í leik með Chelsea.
Eiður fagnar marki í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
„Það eru tvö félög sem hafa verið meira en fótboltafélög fyrir mig og það eru Bolton Wanderers og Chelsea. Þau eru ekki bara fyrrum felög heldur félög sem ég elska og ber tilfinningar til. Ég elska þau," sagði Eiður Smári Guðjohnsen á fréttamannafundi í dag.

Enskir fjölmiðlamenn báðu Eið um að fara yfir langan feril sinn í enska boltanum fyrir leik Íslands og Englands á mánudag.

„Chelsea var fyrsta félagið sem ég naut alvöru velgengni með og það er tími sem ég minnist með gleði. Chelsea verður alltaf mitt félag númer eitt í fótboltanum."

„Ég átti yndislegan tíma í Barcelona en hlutverkið sem ég spilaði hjá Chelsea og velgengin þar gerir það að besta tímanum, hingað til,"
sagði Eiður og brosti til Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara.

Eiður gekk til liðs við Bolton árið 1998 en hann fór síðan til Chelsea árið 2000. Þaðan fór hann til Barcelona árið 2006. Í fyrra spilaði Eiður síðan aftur með Bolton í nokkra mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner