Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. júní 2016 09:33
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Sérstakt fyrir okkur að mæta Englandi
Icelandair
Eiður á æfingu með landsliðinu í Annecy.
Eiður á æfingu með landsliðinu í Annecy.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður kemur inn á gegn Ungvejrum.
Eiður kemur inn á gegn Ungvejrum.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
„Ég er ánægður með að vera hér eins og allir aðrir í íslenska hópnum. Fyrir okkur að mæta Englandi er svolítið sérstakt," sagði Eiður Smári Guðjohnsen á fréttamannafundi í dag fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM á mánudag.

„Enskur fótbolti hefur haft mikil áhrif á íslenskan fótbolta. Frá því að við ólumst upp hafa allir á Íslandi átt sitt lið í enska boltanum. Við finnum mikla tengingu við England í fótboltanum. Spennan liggur samt meira í að við séum í 16-liða úrslitunum heldur en í því hver andstæðingurinn er."

Stærsti leikur íslenskrar fótboltasögu
Íslenska landsliðið hefur spilað marga stóra leiki undanfarin ár og nú er enn og aftur komið að nýjum hápunkti.

„Undanfarin tvö ár höfum við sagt fyrir alla landsleiki að þetta sé stærsti leikur sögunnar. Það er aftur þannig núna. Þetta er stærsti leikurinn í sögu fótboltans á Íslandi."

„Allt er mögulegt í fótbolta en við vitum að þetta verður erfitt. Við höfum sýnt hvers vegna við erum hér og við ætlum að gera allt sem við getum til að vera áfram hérna," sagði Eiður en hver er lykilinn að góðu gengi Íslands hingað til?

„Við vitum að fólk bjóst ekki við miklu af okkur en við þekkjum okkar styrkleika betur en restin af heiminum. Við trúum meira á sjálfa okkur en aðrir gerðu. Við erum með karakter í þessu liði sem er ekki hægt að keppa við. Ég hef aldrei upplifað eins með landsliðinu. Þegar þú ert með þannig lið geturu farið langt."

Óttast að enska liðið eigi sinn besta leik eftir
Eiður var svo spurður með hvernig hugarfari íslenska liðið færi með í leikinn.

„Ég held að það sé sama hugarfar og alltaf. Þetta er ekki endilega draumur að rætast með mæta Englandi á stórmóti. Draumurinn er að við erum að spila á stórmóti. Því lengra sem við förum, þvi erfiðari er andstæðingurnn, við vissum það. En auðvitðað er eitthvað sérstakt við mæta enska landsliðinu," sagði Eiður.

Aðspurður út í frammistöðu enska landsliðsins á EM hingað til sagði Eiður: „Ég hef áhyggjur af því að England eigi enn eftir að spila sinn besta leik."

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner