Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2016 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Pólland áfram í 8-liða úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Pólland varð fyrsta liðið sem tryggði sig áfram í 8-liða úrslit
Pólland varð fyrsta liðið sem tryggði sig áfram í 8-liða úrslit
Mynd: Getty Images
Sviss 1 - 1 Pólland (5-6 eftir vítspyrnukeppni)
0-1 Jakub Błaszczykowski (´39 )
1-1 Xherdan Shaqiri (´82 )
Vítaspyrnukeppnin:
2-1 Stephan Lichtsteiner skoraði
2-2 Robert Lewandowski skoraði
2-2 Granit Xhaka klúðraði
2-3 Arkadiusz Milik skoraði
3-3 Xherdan Shaqiri skoraði
3-4 Kamil Glik skoraði
4-4 Fabian Schär skoraði
4-5 Jakub Błaszczykowski skoraði
5-5 Ricardo Rodriguez skoraði
5-6 Grzegorz Krychowiak skoraði

Pólverjar urðu fyrsta liðið tryggja sér farseðilinn áfram í 8-liða úrslita á EM Frakklandi. Liðið hafði betur gegn Sviss í háspennuleik.

Pólland byrjaði betur og fékk dauðafæri í upphafi leiks, en ekki tókst að nýta það. Þegar stutt var í hálfleik kom svo fyrsta markið, það skoraði Jakub Błaszczykowski eftir góðan undirbúning frá Pavel Grosicki.

Staðan var 1-0 í hálfleik og stefndi lengi vel í sigur Pólverja, en Sviss náði þó að jafna þegar Xherdan Shaqiri skoraði rosalegt mark. Shaqiri klippti boltann á lofti stöngin inn og klárlega eitt af mörkum mótsins ef ekki það besta.

Það þurfti framlengja leikinn og þar var ekkert skorað. Sviss fékk hættulegasta færið, en Fabianski varði vel í markinu.

Í vítaspyrnukeppninni voru Pólverjar sterkari. Þeir skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Granit Xhaka reyndist skúrkurinn. Hann skaut sinni spyrnu langt fram hjá og sigur Pólverja staðreynd.

Pólland mun mæta annað hvort Króatíu eða Portúgal í 8-liða úrslitum, en Króatía og Portúgal eigast við í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner