Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. júní 2016 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Sjálfsmark felldi Norður-Íra og Wales fer áfram
Norður-Írar sitja hér eftir í sárum sínum
Norður-Írar sitja hér eftir í sárum sínum
Mynd: Getty Images
Wales 1 - 0 Norður-Írland
1-0 Gareth McAuley (´75, sjálfsmark )

Öðrum leik 16-liða úrslitanna á EM í Frakklandi er lokið. Í leiknum mættust Wales og Norður-Írland í nágrannaslag.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum, en það var stress í báðum liðum. Norður-Írar gerðu vel að loka á helstu stjörnur Wales þá Aaron Ramsey og Gareth Bale og lið Wales átti í miklum vandræðum.

Í byrjun seinni hálfleiks fékk Wales mjög gott tækifæri til þess að skora, en Sam Vokes skallaði yfir. Fyrsta markið kom svo þegar korter var til leiksloka. Þá skoraði Gareth McAuley sjálfsmark og kom Wales yfir. Bale átti sendingu inn í teiginn og þar var McAuley óheppinn og skoraði í sitt eigið mark.

Það reyndist eina mark leiksins og vonbrigðin því gríðarleg fyrir N-Íra, sem hafa vakið mikla athygli á mótinu. Wales heldur áfram og mun spila við annað hvort Ungverja eða Belga í 8-liða úrslitum.



Athugasemdir
banner
banner