Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2016 09:45
Magnús Már Einarsson
Heimir: Leikmenn eru að verða rólegri
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gætum átt okkar besta leik í lífs okkar en samt tapað gegn Englandi en við getum auðvitað unnið þá," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður út í möguleika Íslands gegn Englandi.

„Við höfum sýnt að við getum unnið góðar fótboltaþjóðir. Við sýndum það gegn Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi og nú síðast Austurríki. Við höfum bætt okkur og höfum sýnt að við getum unnið alla leiki á góðum degi en við erum raunsæir."

Í fyrri hlutanum í fyrri hálfleik gegn Austurríki sýndi íslenska liðið sínar bestu hliðar og hélt boltanum mun betur en til þessa á EM.

„Við spiluðum líklega bestu mínútur okkar í mótinu í fyrri hálfleik fram að markinu. Eftir það, tók Austurríki leikinn yfir. Það geta verið margar ástæður fyrir því."

,Við þurftum bara jafntefli til að komast áfram og leikmenn hafa kannski hugsað mikið um að fá ekki mark á sig. Menn verða passívir í svona stöðu. Austurríkismenn þurftu líka að vinna leikinn svo þeir lögðu meira í sóknarleikinn."

„Þetta var betri frammistaða í þessum leik. Leikmenn eru að verða rólegri. Það er stórt fyrir okkur að vera hér í fyrsta skipti en ég tel að við verðum líklega ennþá betri í leiknum gegn Englandi og ennþá betri í leiknum eftir það. Við sjáum leikmennina vaxa á æfingum og við erum spenntir fyrir næsta leik,"
sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner