Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2016 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deildin: Toppsætið er Þórs eftir ótrúlegan leik
Gunnar Örvar skoraði sigurmarkið
Gunnar Örvar skoraði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjarðabyggð 2 - 3 Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson ('9, víti)
1-1 Jose Alberto Djalo Embalo ('51)
2-1 Víkingur Pálmason ('59)
2-2 Agnar Darri Sverrisson ('85)
2-3 Gunnar Örvar Stefánsson ('88)
Lestu nánar um leikinn

Í fyrri leik dagsins í Inkasso-deildinni mættust Fjarðabyggð og Þór frá Akureyri.

Eftir níu mínútna leik fékk Þór víti. Jóhann Helgi Hannesson steig á punktinn og skorað af miklu öryggi, 1-0 fyrir Þór.

Þannig var staðan í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiks voru hlutirnir fljótir að breytast. Jose Alberto Djalo Embalo jafnaði fyrir Fjarðabyggð áður en Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir frábæra sendingu frá Jóni Arnari Barðdal.

Þórsarar hófu að pressa Fjarðabyggð eftir þetta og bar það loksins árangur þegar Agnar Darri Sverrisson jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þór lét ekki kyrrt liggja eftir það og varamaðurinn Gunnar Örvar Stefánsson tryggði sigurinn og toppsætið í leiðinni þegar lítið var eftir af leiknum. Þór er nú eins og áður segir á toppnum eftir þennan leik, en Fjarðabygg er í 9. sæti með sex stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner