banner
   lau 25. júní 2016 11:26
Elvar Geir Magnússon
KR búið að reka Bjarna Guðjónsson (Staðfest)
Gummi Ben lætur einnig af störfum
Guðmundur Benediktsson og Bjarni Guðjónsson.
Guðmundur Benediktsson og Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
KR hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari KR. Samkvæmt íþróttadeild RÚV mun Arnar Gunnlaugsson stýra æfingu í dag en ekki sé búið að ákveða hver taki við af Bjarna.

Bjarni tók við KR fyrir tímabilið 2015. Liðinu hefur gengið illa í sumar eftir að miklu púðri var eytt í að styrkja leikmannahópinn.

KR tapaði óvænt fyrir Selfossi í bikarnum og er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti í Pepsi-deildinni. Liðið hefur aðeins unnið 2 af 9 leikjum sínum í deildinni og skorað 8 mörk.

Yfirlýsing frá KR:
Knattspyrnudeild KR, Bjarni Eggerts Guðjónsson aðalþjálfari og Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að þjálfararnir láti nú af störfum hjá félaginu.

Ástæða starfsloka er árangur liðsins það sem af er sumri, sem aðilar eru sammála um að hafi verið óviðunandi.

Knattspyrnudeild KR þakkar Bjarna og Guðmundi fyrir ánægjulegt samstarf og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Reykjavík, 26. júní 2016,
Kristinn Kjærnested, formaður stjórnar Knattspyrnudeildar KR
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Guðmundur Benediktsson

Af þessu tilefni vill Bjarni senda eftirfarandi kveðju til félagsins:

„Frá fyrsta degi mínum í starfi sem þjálfari KR hef ég lagt áherslu á að hagsmunir liðsins séu ætíð í forgangi. Eftir slæma byrjun á tímabilinu hef ég ásamt stjórn félagsins, komist að þeirri niðurstöðu að það sé hagsmunum liðsins nú fyrir bestu að ég láti af störfum.

Ég er þakklátur stjórn KR fyrir að hafa treyst mér fyrir þjálfun liðsins. Framtíð KR er björt og ég er sannfærður um að liðið muni komast aftur á toppinn, þar sem það á heima, áður en langt um líður.

Áfram KR,
Bjarni Eggerts Guðjónsson.“




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner