Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2016 09:16
Magnús Már Einarsson
Annecy
Lampard sendi Eiði skilaboð
Icelandair
Lampard og Eiður mættust í leik Englands og Íslands árið 2004.
Lampard og Eiður mættust í leik Englands og Íslands árið 2004.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Frank Lampard, fyrrum miðjumaður enska landsliðsins, sendi Eiði Smára Guðjohnsen skilaboð eftir að ljóst varð að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitum á EM.

Eiður og Lampard léku saman hjá Chelsea á sínum tíma og eru góðir félagar.

„Lampard sendi mér skilaboð þar sem hann hló að því að við erum að mæta Englandi. Ég veit ekki í hvaða samhengi það var," sagði Eiður og brosti.

Eiður segist ekki vera farinn að hugsa um það hvað hann sendir á Lampard ef Ísland hefur betur í leiknum.

„Ég veit það ekki. Ég hef ekki hugsað um það. Þetta snýst ekki um það hvernig þú getur montað þig."

„Við ætlum að spila okkar leik og gefa allt okkar. Ef það kemur okkur áfram þá verður það mjög stolt augnablik. Ef ekki, þá vona ég að England haldi áfram og vinni mótið."




Athugasemdir
banner
banner