Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2016 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Gunnhildur Yrsa með sigurmark Stabæk
Gunnhildur Yrsa skoraði sigurmark Stabæk
Gunnhildur Yrsa skoraði sigurmark Stabæk
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjórum leikjum er lokið í úrvalsdeild kvenna í Noregi í dag, en í tveimur leikjanna komu Íslendingar við sögu.

Avaldsnes skaust tímabundið á topp deildarinnar með 6-0 stórsigri á Urædd.

Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir léku allan leikinn fyrir Avaldsnes sem er nú með 31 stig í 2. sæti deildarinnar.

Liðið var á toppnum um tíma, en þar sem Lilleström vann sinn leik fór liðið aftur niður í 2. sætið.

Stabæk er 3. sæti deildarinnar eftir 1-0 sigur á Trondheims-Ørn. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmark Stabæk í seinni hálfleik.

Avaldsnes 6 - 0 Urædd
1-0 Leticia Santos (´20 )
2-0 Andrea Rosa (´32 )
3-0 Maren Mjelde (´39 )
4-0 Hanna Dahl (´57 )
5-0 Ingrid Rydland (´66 )
6-0 Laila Himle (´86 )

Stabæk 1 - 0 Trondheims-Ørn
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (´67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner