Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2016 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Breiðablik á toppinn eftir sigur í Árbænum
Breiðablik er komið á toppinn
Breiðablik er komið á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tveimur fyrstu leikjum dagsins í Pepsi-deild kvenna er lokið, en í Árbænum mættust Fylkir og Breiðablik.

Sigur þýddi það að Blikar myndu komast tímabundið á toppinn í deildinni, en fyrir leikinn var Stjarnan á toppnum. Stjarnan á leik gegn Val seinna í dag og því geta hlutirnir breyst.

Ekkert mark var skorað í frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik, en í seinni hálfleiknum var skorað eitt mark.

Það skoraði Esther Rós Arnarsdóttir eftir að skalli Fanndísar Friðriksdóttur endaði í sláni. Hún tryggði Blikum í leiðinni sigur og toppsætið góða.

Í Kaplakrika í Hafnarfirði mættust síðan heimakonur í FH og gestirnir frá Akureyri, Þór/KA.

Fyrir leikinn munaði frekar litlu á liðunum í töflunni, en það fór svo í dag að Þór/KA var sterkara liðið og vann að lokum 4-0 sigur. Liðið fór upp fyrir FH í deildinni með sigrinum.

Fylkir 0 - 1 Breiðablik
0-1 Esther Rós Arnarsdóttir ('73 )
Lestu nánar um leikinn

FH 0 - 4 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('37 )
0-2 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('59 )
0-3 Andrea Mist Pálsdóttir ('64 )
0-4 Natalia Ines Gomez Junco Esteva ('80 )
Lestu nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner