Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. júní 2016 12:03
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Rikki Daða: Ég verð að segja pass
Rikki Daða í stúkunni í Frakklandi.
Rikki Daða í stúkunni í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkharður Daðason er einn af þeim sem eru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá KR eftir að Bjarni Guðjónsson var látinn fara.

Fótbolti.net náði í Rikka rétt áðan og spurði hvort hann hefði áhuga á starfinu?

„Ég verð að segja pass við þessari spurningu. Ég er stuðningsmaður Íslands í Frakklandi núna og hef ekkert velt þessu fyrir mér," sagði Rikki sem hafði ekki heyrt fréttirnar úr Vesturbænum þegar Fótbolti.net náði á hann.

Hann er fyrrum leikmaður KR og gerði Fram að bikarmeisturum sem þjálfari árið 2013.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við stöðuna hjá KR eru meðal annars Pétur Pétursson sem var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar í Vesturbænum og Óskar Hrafn Þorvaldsson sem þjálfar 2. flokk félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner