Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2016 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaqiri: Xhaka mun standa aftur upp
Shaqiri eftir leikinn í dag
Shaqiri eftir leikinn í dag
Mynd: Getty Images
Xherdan Shaqiri var besti maður vallarins þegar Sviss tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Póllandi í 16-liða úrslitum á EM í dag.

Shaqiri jafnaði leikinn með bakfallspyrnu sem verður eiginlega að teljast sem besta mark mótsins.

„Hvað get ég sagt, við erum vonsviknir, við hefðum getað afrekað eitthvað stórt. Við fengum okkar tækifæri, en við verðum að læra af þessu," sagði Shaqiri.

Granit Xhaka klúðraði einu vítaspyrnu Sviss í vítaspyrnukeppninni og Shaqiri og finnur auðvitað til með honum.

„Hann er vonsvikinn, en svona er fótboltinn. Mistök geta átt sér stað."

„Granit er atvinnumaður og hann mun ná sér af þessu. Hann mun standa aftur upp."

Athugasemdir
banner
banner
banner