Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 25. júní 2016 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Will Grigg fékk ekkert að spila á EM - Bróðirinn brjálaður
Grigg fékk ekki mikið að spila á EM
Grigg fékk ekki mikið að spila á EM
Mynd: Getty Images
Will Grigg er einn umtalaðasti sóknarmaðurinn á EM og ástæðan fyrir því er stuðningslagið fræga um hann.

Grigg var valinn í N-írska landsliðshópinn fyrir EM, en N-Írar féllu úr leik á EM í dag eftir 1-0 tap gegn Wales.

Will Grigg kom ekkert við sögu á mótinu þrátt fyrir að hafa verið duglegur að skora fyrir Wigan á nýliðnu tímabili.

Margir voru ósáttir með það, en enginn var líklega ósáttari en bróðir hans sem lét reiði sína í ljós á Twitter.

„Fjandans grín!! Farðu til fjandans maður," sagði bróðir hans á Twtter. „20 mörk árið 2016. Washington núll, Lafferty eitt, Magennis fjögur, af hverju ekki að gefa honum eitt fjandans tækifæri? Kjaftæði."

Bróðir Grigg var þó fljótur að taka þetta tíst niður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner