sun 25. júní 2017 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: KH taplaust - KB vann fyrir norðan
Það hefur gengið vel hjá KH í sumar.
Það hefur gengið vel hjá KH í sumar.
Mynd: Raggi Óla
KH burstaði Drangey og KB fór norður og hirti þrjú stig í D-riðli 4. deildar karla í leikjum sem voru í gær og í dag.

KH heimsótti Drangey og þar var sigurinn ekki í hættu.

Fyrsta markið kom eftir fimm mínútur og í seinni hálfleik bættu Hlíðarendapiltar við fjórum mörkum, lokatölur 5-0.

KH er taplaust á toppi riðilsins, en þar á eftir fylgja Álftanes og KB. Breiðhyltingarnir í KB fór norður og mættu Geisla í gær.

Hörður Brynjar Halldórsson var öruggur á punktinum, skoraði úr tveimur vítaspyrnum og kom KB í 2-0. Geislamenn minnkuðu muninn, en KB gerði síðan út um leikinn.

4. deild karla - D riðill
Drangey 0 - 5 KH
0-1 Sjálfsmark ('5)
0-2 Alexander Lúðvígsson ('46)
0-3 Hreinn Þorvaldsson ('52)
0-4 Danijel Smiljkovic ('57)
0-5 Aron Elí Sævarsson ('80)

Geisli A. 1 - 3 KB
0-1 Hörður Brynjar Halldórsson ('42, víti)
0-2 Hörður Brynjar Halldórsson ('65, víti)
1-2 Arnór Heiðmann Aðalsteinsson ('75)
1-3 Þórður Einarsson ('78)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner