Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júní 2017 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Dagný fékk nokkrar mínútur
Dagný er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Dagný er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Washington Spirit 1 - 0 Portland Thorns
1-0 Francisca Ordega ('19)

Landsliðskonan öfluga Dagný Brynjarsdóttir fékk að spila nokkrar mínútur þegar lið hennar Portland Thorns tapapði gegn Washington Spirit í NWSL kvennadeildinni í Bandaríkjunum.

Dagný missti af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla.

Það er ekki langt síðan hún byrjaði að spila aftur og hún kom inn á sem varamaður í gærkvöldi þegar Portland Thorns tapaði, 1-0.

Portland er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig.

Dagný er í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. Fyrsti leikur er gegn stórliði Frakka 18. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner