sun 25. júní 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona íhugar Cuadrado þar sem Bellerin er of dýr
Cuadrado gæti farið til Barcelona.
Cuadrado gæti farið til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona ætlar að beina sjónum sínum að Juan Cuadrado, leikmanni Juventus, þar sem Hector Bellerin er of dýr.

Bellerin hefur verið efstur á óskalista Barca í sumar, en Arsenal vill fá 50 milljónir evra fyrir hægri bakvörðinn og það er eitthvað sem Börsungar eru ekki alveg tilbúnir að borga fyrir hann.

Cuadrado er vanur að spila sem kantmaður og hefur oftast spilað sem slíkur á ferli sínum. Hann hefur þó mikið spilað í vængbakverðinum hjá Juventus og hefur leyst það vel. Hann vill þó helst komast hjá því að spila sem varnarmaður.

Hann vill vera áfram hjá Juventus, en Ítalíumeistararnir gætu selt hann ef Barcelona býður 30 milljónir evra.

Það er í forgangi hjá Barcelona að kaupa Marco Verratti frá Paris Saint-Germain í sumar og það gæti reynst mjög dýrt. Ef Barcelona tekst að landa Verratti þá verður væntanlega ekki til peningur til þess að kaupa Bellerin á 50 milljónir evra. Cuadrado kemur því sterklega til greina, en hann gæti spilað sem sókndjarfur bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner