Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júní 2017 15:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Býður Real Madrid að fá Zlatan
Framtíð Zlatan er enn óráðin
Framtíð Zlatan er enn óráðin
Mynd: Getty Images
Framtíð Zlatan Ibrahimovic er ennþá í lausu lofti. Manchester United ákvað að framlengja ekki samning sinn við kappann fyrr í mánuðinum vegna krossbandaslita sem hann varð fyrir undir lok leiktíðar.

Spænska fréttastofan Don Balon segir Mino Raiola hafi boðið þjónustu Ibrahimovic til Real Madrid. Real gæti verið að leita að staðgengil fyrir Alvaro Morata sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og sænska stórstjanan gæti verið góður kostur í stað Spánverjans.

Florentino Perez er hins vegar talinn hafa hafnað tækifærinu að fá Ibrahimovic í ljósi þess að hann vill enn 10 milljónir evra á ári. Real Madrid ætlar í stóra fjárfestingu á Kylian Mbappe og eru því ekki tilbúnir að borga Zlatan svo mikið.

Fyrrum AC Milan og Inter stjarnan á að hafa hafnað möguleika á að fara til Valencia sem hafði boðið honum að flytja sig yfir til Spánar og spila á Mestalla.
Athugasemdir
banner
banner