Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. júní 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea færist nær því að kaupa Alex Sandro á risa upphæð
Ef satt reynist þá verður hann dýrastur í sögu Chelsea
Alex Sandro átti gott tímabil.
Alex Sandro átti gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea færast nær því að kaupa bakvörðinn Alex Sandro frá Jvuentus. Þetta kemur fram á Goal.com.

Talið er að kaupverðið hljóði upp á 60 milljónir punda, en ef satt reynist þá verður hann dýrasti leikmaðurinn í sögu Chelsea.

Alex Sandro er efstur á óskalista Antonio Conte fyrir sumarið og Chelsea er tilbúið að bjóða honum meiri pening en Juventus.

Hann verður fyrsti leikmaðurinn sem Chelsea fær til sín í sumar.

Juventus þarf væntanlega að fara í bakvarðarleit, en Dani Alves er líka á förum, að öllum líkindum í ensku úrvalsdeildina. Hann hefur verið orðaður við Manchester City og Chelsea líka.

Alex Sandro er ekki eini leikmaðurinn sem er á óskalista Conte. Leonardo Bonucci, annar varnarmaður Juventus, er þar líka sem og Virgil van Dijk, Romelu Lukaku og Tiemoue Bakayoko.
Athugasemdir
banner
banner