Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 25. júní 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Del Piero: Juventus er með pláss fyrir Ronaldo
Hvað verður um Ronaldo?
Hvað verður um Ronaldo?
Mynd: Getty Images
Juventus hefur pláss til að kaupa Cristiano Ronaldo ef hann vill fara frá Real Madrid. Þetta segir ítalska goðsögnin og fyrrum leikmaður Juventus, hann Alessandro Del Piero.

Margir virtir fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá því að Ronaldo vilji yfirgefa spænska boltann.

Ronaldo er sakaður um umfangsmikil skattsvik á Spáni, en hann hefur sjálfur neitað sök í málinu.

Hann hefur verið orðaður við sitt fyrrum félag, Manchester United, sem og Paris Saint-Germain, og þá hefðu Ítalíumeistarar Juventus ekkert á móti því að fá Portúgalann í sínar raðir.

„Ef Cristiano Ronaldo er ekki ánægður hjá Real Madrid og vill fara, þá er til nóg af plássi fyrir hann hjá Juventus," sagði Del Piero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner