Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júní 2017 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimmtán ára strákur á bekknum hjá Fjölni í gær
Kristall Máni í neðri röð (númer 11).
Kristall Máni í neðri röð (númer 11).
Mynd: KSÍ
Fjölnir komst nálægt því að vinna topplið Vals í Pepsi-deild karla í gær.

Fjölnir komst yfir eftir stundarfjórðung og varðist vel eftir það.

Gestirnir sóttu hins vegar mjög stíft og það bar loks árangur seint í seinni hálfleiknum þegar þeir fengu vítaspyrnu. Á punktinn steig Sigurður Egill Lárusson og hann skoraði af miklu öryggi.

Á bekknum hjá Fjölni var 15 ára gamall strákur, Kristall Máni Ingason. Hann er fæddur árið 2002!

Þetta vekur gríðarlega athygli, en hann er víst mjög efnilegur.

Hann á leiki fyrir U17 ára landsliðs Íslands þrátt fyrir ungan aldur.

Kristall kom ekki inn á í leiknum í gær, en það er spurning hvort að hann fái tækifæri síðar í sumar.



Athugasemdir
banner
banner