sun 25. júní 2017 12:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Forseti Lyon leggur línurnar og lýsir yfir áhuga á Giroud
Stefnir í langa sögu í kringum Alexandre Lacazette í sumar
Stefnir í langa sögu í kringum Alexandre Lacazette í sumar
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud gæti farið í hina áttina
Olivier Giroud gæti farið í hina áttina
Mynd: Getty Images
Forseti Lyon segir að hann sé tilbúinn til að halda Alexandre Lacazette í sumar nema Arsenal sé tilbúið að borga að minnsta kosti 44 milljónir punda.

Skytturnar eru sagðar í viðræðum um kaup og kjör við Lacazette, sem hafði áður samþykkt að ganga til liðs við Atletico Madrid en horfði á það fara í vaskinn þegar spænska félagið var dæmt í félagaskiptabann.

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði við L'Equipe að það væri "ótímabært" að ætla það að franski landsliðsmaðurinn endi á Emirates og benti á það að Atletico gæti reynt að fá hann í janúar þegar banninu hefur verið aflétt.

„Ég ætla ekki að flýta mér í neinu varðandi Alexandre, því að það er alltaf vilji frá Atletico Madrid að koma með tilboð 1. janúar. Nú hlusta ég líka á það sem Alexandre segir."

„Ég sá Arsene Wenger á leik Frakklands og Englands 13. júní. Ég var með Gerard Houllier og hann sagði við Gerard að það gæti verið áhugi frá Arsenal en það er ótímabært að segja að það muni gerast."

„ Við erum að tala um 50 til 60 milljónir evra, 44 milljónir punda, sem Arsenal er tilbúið að borga fyrir Lacazette. Það verður að vera að minnsta kosti það.

„Allir vita að tilboð Atletico var 53 milljónir evra og 12 milljónir í bónus. Það eru 65 milljónir evra. Þar sem leiðtogar Arsenal eru vel upplýstir munu þeir reyna að veiða í kringum það.

„Ég hef hreinlega ekki hugsað um Arsenal í augnablikinu. Ég hélt að Alexandre myndi vera áfram eftir það sem gerðist hjá Atletico Madrid."


Aulas sýndi einnig áhuga á Olivier Giroud framherja Arsenal, sem byrjaði aðeins 11 leiki í deildinni á síðasta tímabili og nýlega viðurkenndi að hann myndi "ekki sætta sig við annað ár með svona lítinn spiltíma".

"Það hefur verið nálgun á einhverjum tímapunkti að Giroud. Hann er strákur sem okkur líst á, sem skorar mörg mörk og hefur mikinn metnað fyrir HM í Rússlandi.

"Hann sagði mér persónulega að hann vildi taka sinn tíma, að hlutirnir væru ekki alveg komnir á hreint hjá Arsenal, að hann hefði von um að hann yrði framherji nr. 1 á næsta tímabili. Lykillinn er Arsene Wenger.

Athugasemdir
banner
banner