Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. júní 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harrop útskýrir af hverju hann fór frá Man Utd
Harrop er farinn frá United.
Harrop er farinn frá United.
Mynd: Getty Images
Josh Harrop samdi í gær við Preston North End í Championship deildinni. Hann yfirgaf Manchester United til að ganga í raðir Preston og nú hefur hann útskýrt af hverju hann gerði það.

Harrop skoraði í sínum fyrsta mótsleik með Manchester United gegn Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í vor.

Þrátt fyrir þennan draumaleik í fyrsta mótsleik sínum ákvað hann að yfirgefa United og ganga í raðir Preston.

„Ég er 21 árs núna og ég hef mikla trú á sjálfum mér, ég þarf að spila reglulega til að koma mér á framfæri," sagði Harrop.

„Það var ekki víst að ég fengi að spila mikið hjá United, jafnvel þó að þeir hafi boðið mér nýjan samning, þá voru ekki miklar líkur á því að ég væri að fara að spila mikið. Ég gat ekki tekið þessa áhættu á mínum aldri," sagði hann enn fremur.

„Þetta er stór ákvörðun fyrir mig að fara frá United eftir þetta mörg ár, en þetta var rétt ákvörðun."



Athugasemdir
banner
banner