Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júní 2017 11:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Juventus spyrst fyrir um Cedric Soares
Cedric Soares er á ratsjá Juve
Cedric Soares er á ratsjá Juve
Mynd: Getty Images
Cedric Soares, hægri bakvörður Southampton, hefur komið fram sem mögulegur nýr hægri bakvörður Juventus eftir að hafa sent Dani Alves til Manchester City.

Forráðamenn Juventus staðfestu í vikunni að Dani Alves muni segja upp samningi sínum með sameiginlegu samþykki, og er búist við að hann muni sameinast við fyrrverandi þjálfara sinn hjá Barcelona, Pep Guardiola.

Leitin er hafin af arftaka Alves og Tuttosport segir frá því að Portúgalski landsliðsmaðurinn sé nýjasti kandídatinn á lista Ítalíumeistarana.

Cedric hefur verið hjá Southampton síðan 2015, þegar félagið greiddi 6,5 milljónir evra fyrir hann frá Sporting CP í heimalandinu.

Fyrsti kosturinn hjá Juventus er nú talinn vera Danilo hjá Real Madrid en verðmiðinn fyrir Soares er talinn vera undir 20 milljónir evra sem er minna en Real vill fá fyrir Danilo.

Cedric Soares átti ágætis tímabil fyrir Dýrlingana í vetur. Hann var með þrjár stoðsendingar í 30 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner