Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júní 2017 17:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Lampard: Erfitt að fylla skarð Costa
Frank Lampard hefur miklar mætur á Diego Costa
Frank Lampard hefur miklar mætur á Diego Costa
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, goðsögn hjá Chelsea, segir að það verði erfitt fyrir sitt fyrrum félag að fylla skarð Diego Costa ef félagið ákveður að losa sig við hann í sumar.

Gert er ráð fyrir að spænski landsliðsmaðurinn fari í sumar en eins mikið var talað um fyrr í þessum mánuði þá hefur honum verið sagt með textaskilaboðum frá Antonio Conte, stjóra Chelsea, að hann sé ekki í plönum hans fyrir næstu leiktíð.

Costa hefur verið orðaður mikið við Kína en ólíklegt er að hann fari þangað. Atletico Madrid hefur einnig verið orðað við kappann en þeir eru í félagaskiptabanni sem stendur og gætu því ekki fengið hann fyrr en í janúar.

Hinn 28 ára gamli framherji hefur skorað 52 deildarmörk síðan hann kom frá Atletico Madrid árið 2014 og telur Lampard að Chelsea muni eiga erfitt með að fylla skarð hans ef þeir ákveða að láta hann fara.

„Hann er frábær framherji og við sáum öll það á síðasta tímabili og bara síðan hann kom til Chelsea. Það mun verða erfitt að fylla í hans skarð, það er enginn vafi á því," sagði Lampard við Sky Sports.
 
„Ég veit ekki hvar hugsun Diego Costa er, hvort hann vill fara eða ekki, það eru allt vangaveltur. Eitt er ég viss um, það er að þú hefur alvöru framherja í honum.
 
„Svo ef hann verður áfram, ljómandi, ef hann gerir það ekki, þá verður þú að reyna að ná í einhvern af bestu framherjum heims til þess að fylla hans skarð. Hann er með alhliða styrk sem og gæði til þess að skora mörk. Það er ekki auðvelt að finna svoleiðis mann í boltanum í dag."

 
Romelu Lukaku hefur verið orðaður við endurkomu til Chelsea ef Costa fer og Lampard telur að Everton framherjinn sé góður kostur fyrir meistarana.

„Ég þekki Romelu frá því þegar ég spilaði með honum, það var snemma á ferlinum hans og hann fékk líklega ekki nógu marga sénsa hjá Chelsea þá," sagði Lampard.
 
„Hann hefur örugglega þroskast mikið síðan hann fór frá félaginu og Romelu myndi vissulega vera góður kostur. Það eina sem Chelsea þarf að líta á er að markaðurinn í dag er mjög erfiður."
 
„Hvað varðar framúrskarandi framherja þá hefur Romelu skorað mörk hjá Everton en það eru aðrir. Ég er viss um að þeir muni reyna að fá leikmann í sama gæðaflokki og Diego Costa sem getur gefið þeim líkamlega viðveru og 20 mörk á tímabili."

Athugasemdir
banner
banner
banner