sun 25. júní 2017 16:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Liverpool hefur engan áhuga á Ghoulam - Moreno á förum
Alberto Moreno er mjög líklega á förum frá Liverpool
Alberto Moreno er mjög líklega á förum frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur enga áhuga á Faouzi Ghoulam, vinstri bakverði Napoli, en félögin hafa átt í viðræðum um að Alberto Moreno færi sig yfir til Ítalíu í sumar og vildu Napoli setja Ghoulam upp í þau skipti.

Fréttir Ítalíu benda til þess að hugsanleg skipti hafi verið rædd milli félagana en Liverpool hafnaði 11 milljón punda tilboði í Moreno í síðustu viku. Talið er að Liverpool vilji fá 15 milljónir punda fyrir Spánverjann.

Liverpoo Echo segir þó að Ghoulam komi ekki til greina sem næsti bakvörður Liverpool en Jurgen Klopp ætlar sér að næla í vinstri bakvörð til að keppa við James Milner um sæti í byrjunarliðinu í vetur.

Fyrrum félag Moreno, Sevilla, AC Milan, Inter Milan og tvö ensk úrvalsdeildarlið hafa öll spurt um hinn 24 ára gamla Spánverja, sem er ekki lengur í plönum Klopp.

Moreno hefur spilað 109 leiki fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins á 12 milljónir punda frá Sevilla fyrir þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner