Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júní 2017 14:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Lukaku blæs á orðróma um Chelsea
Lukaku er vikur á samfélagsmiðlunum
Lukaku er vikur á samfélagsmiðlunum
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Everton, hefur verið mikið orðaður við Chelsea upp á síðkastið en hann sjálfur hefur nú stigið fram á samskiptamiðlinum Twitter og róað stuðningsmenn Everton aðeins niður, alla vega í bili.

Everton framherji olli fjaðrafoki á laugardag þegar hann setti myndskeið á Instagram síðu sína. Það sýndi Lukaku og hóp af vinum hans í sparkvallafótbolta eða "Five-a-side". Það er nú ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að völlurinn sem þeir félagar spiluðu á var umkringdur Chelsea-merkjum en þetta var í Los Angeles.

Chelsea hafa stöðugt verið orðaðir við Belgann í sumar og voru nokkrir stuðningsmenn bæði Everton og Chelsea ásamt fjölmiðlum sem sáu þetta sem eitthvers konar vísbendingu frá Belganum.

Lukaku batt enda á það með því að fara á Twitter í gærkvöldi og gera lítið úr þessari æsifréttamennsku.




Saga Lukaku mun samt eflaust halda áfram eitthvað fram eftir sumri og spurning hvort hann verði áfram í Bítlaborginni en Everton hafa sett himinn háan verðmiða á kappann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner