Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júní 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Aron skoraði hjá Ingvari - Matti kom Rosenborg á bragðið
Aron var á skotskónum fyrir Tromsö í dag.
Aron var á skotskónum fyrir Tromsö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar voru á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í dag. Norski boltinn er fullur af Íslendingum, sem eru að gera það gott.

Það var Íslendingaslagur þegar Tromsö og Sandefjord mættust. Tveir íslenskir landsliðsmenn spiluðu leikinn; Aron Sigurðarson með liði Tromsö og í markinu hjá Sandefjord var Ingvar Jónsson.

Sandefjord komst strax yfir, en Aron Sigurðarson, hver annar, jafnaði þegar aðeins meira en hálftími var búinn af leiknum.

Aron hefur verið frábær hingað til á tímabilinu og hefur verið orðaður við hollenska liðið Twente.

Leikurinn endaði 1-1 á milli Tromsö og Sandefjord.

Rosenborg vann Sogndal eftir frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks. Matthías Vilhjálmsson kom Roseborg á braðgðið í leiknum. Kristinn Jónsson var allan tímann á bekknum hjá Sogndal.

Í Álasundi burstuðu heimamenn Odd. Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá Álasundi.

Að lokum ber svo að nefna það að Viðar Ari Jónsson var allan tímann á bekknum hjá Brann gegn Sarpsborg. Viðar hefur lítið spilað síðan hann kom til Brann frá Fjölni í vetur.

Rosenborg 3 - 0 Sogndal
1-0 Matthías Vilhjálmsson ('61)
2-0 Milan Jevtovic ('65)
3-0 Milan Jevtovic ('67)

Álasund 5 - 1 Odd
1-0 Lars Veldwijk ('13)
2-0 Sjálfsmark ('18)
3-0 Mostafa Abdellaoue ('33, víti)
3-1 Rafik Zekhnini ('42)
4-1 Lars Veldwijk ('64)
5-1 Lars Veldwijk ('74)
Rautt spjald: Fredrik Semb Berge, Odd ('32)

Tromsö 1 - 1 Sandefjord
0-1 Pau Morer Vicente ('1)
1-1 Aron Sigurðarson ('32)





Athugasemdir
banner
banner
banner