Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júní 2017 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: FH með nauðsynlegan sigur í Eyjum
Lennon skoraði sigurmark FH.
Lennon skoraði sigurmark FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 1 FH
0-1 Steven Lennon ('65 )
Lestu nánar um leikinn

FH þurfti á sigri að halda í Vestmannaeyjum í dag. Þeir mættu heimamönnum í ÍBV í eina leik dagsins í Pepsi-deild karla.

Íslandsmeistarar FH hafa ollið miklum vonbrigðum í upphafi tímabils. Þeir þurftu sigur í dag til þess að halda sér í einhverri baráttu um titilinn. ÍBV hefur verið "yo-yo" liðið í sumar, en fyrir leikinn í dag voru þeir í 9. sætinu með 10 stig úr níu leikjum.

ÍBV byrjaði leikinn betur og þeir voru sterkari fyrstu 25 mínúturnar, en FH vaknaði aðeins eftir það. Hvorugt liðið náði þó að skora í fyrri hálfleiknum og staðan því markalaus.

Eftir 20 mínútur í seinni hálfleiknum kom fyrsta markið, en það gerði Steven Lennon fyrir FH með marki úr aukaspyrnu.

Þetta reyndist eina mark leiksins og bráðnauðsynlegur sigur FH staðreynd. Þeir eru í 4. sæti með 14 stig og ÍBV er á sama stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner