sun 25. júní 2017 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo gaf Bernardo Silva verðlaun sem hann fékk
Mynd: Getty Images
Portúgal hefur spilað vel í Álfukeppninni í Rússlandi sem nú er í gangi. Ronaldo og félagar unnu sinni riðil og eru komnir í undanúrslit keppninnar þar sem þeir munu væntanlega mæta Síle eða heimsmeisturum Þýskalands.

Í gær vann Portúgal mjög þægilegan sigur á Nýja-Sjálandi, 4-0.

Cristiano Ronaldo kom Portúgal á bragðið úr vítaspyrnu og síðan bætti Bernardo Silva, nýr leikmaður Manchester City, við marki.

Silva, sem var keyptur til City frá Mónakó á dögunum, meiddist þegar hann skoraði markið og þurfti að fara af velli í hálfleik. Hann greindi frá því eftir leik að það væri allt í lagi með sig.

Ronaldo var eftir leik valinn maður leiksins í þriðja sinn í röð í Álfukeppninni, en hann er orðinn þreyttur á að fá þessi verðlaun og ákvað að gefa liðsfélaga sínum, Silva, þau.

Hér að neðan má sjá þetta, en Silva þakkaði Ronaldo fyrir.

Obrigado @cristiano ! 🔝🇵🇹😃👍 📸 @francisco_paraiso

A post shared by Bernardo Carvalho E Silva (@bernardocarvalhosilva) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner