Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júní 2017 15:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Salah: Þarf að sanna mig
Salah telur sig reynslunni ríkari eftir dvöl sína á Ítalíu
Salah telur sig reynslunni ríkari eftir dvöl sína á Ítalíu
Mynd: Liverpool
Nýjasti leikmaður Liverpool, Mohamed Salah, hefur talað um tíma sinn hjá Chelsea og hvernig hann telur að það gæti hjálpað honum í þetta sinn í úrvalsdeildinni.

Almenn umræða var á þann veg að Chelsea gaf Egyptanum ekki nógu mörg tækifæri til að vekja hrifningu síðast þegar hann spilaði í úrvalsdeildinni, en það mun vera öðruvísi hjá Jurgen Klopp á Anfield.

„Jafnvel ef ég er að spila mjög vel þá reyni ég að bæta mig til að gera mig betri. Ég hugsa alltaf um smáatriðim vegna þess að ég þarf alltaf að vera að bæta mig meira og meira," sagði Salah í samtali við The Evening Standard.

„Ég er]100 prósent betri leikmaður! Ég er betri í öllu. Jafnvel persónuleiki minn var öðruvísi, ég var krakki - ég var 20 eða 21. Nú er ég fjórum árum eldri, þetta er allt öðruvísi."

„Ég hef mikla reynslu í þremur klúbbum: Ég var hjá Chelsea, svo Fiorentina og svo Roma. Ég hef góða reynslu."


Sú staðreynd að Liverpool borga svo mikið fyrir Salah setur aukna pressu á hann, en leikmaðurinn telur að hann sé þroskaður og tilbúinn til að takast á við það núna, öðruvísi en þegar hann var hjá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner