Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júní 2017 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Gylfi þurfi að vera aðalmaðurinn
Gylfi átti frábært tímabil með Swansea.
Gylfi átti frábært tímabil með Swansea.
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag sögðum við frá því að Swansea hefði hafnað stóru tilboði frá Everton í Gylfa Þór Sigurðsson, samkvæmt ESPN.

Everton hefur mikinn áhuga á að fá Gylfa í sínar raðir, en Swansea vill fá 40 milljónir punda fyrir hann.

Talið er að tilboðið hjá Everton hafi hljóðað upp á 27 milljónir punda og því ber töluvert á milli liðanna sem stendur.

Everton hefur verið með veskið galopið í sumar og fengið til sín bæði Jordan Pickford og Davy Klaassen fyrir stórar fjárhæðir.

Það er spurning hvort Everton sé tilbúið að opna veskið enn frekar fyrir Gylfa, en blaðamaðurinn Sam Tighe hjá Bleacher Report hefur varað Everton við því að kaupa íslenska landsliðsmanninn.

„Gylfi Sigurdsson er bara peninganna virði ef hann getur verið aðalmaðurinn hjá félaginu sem vill kaupa hann. Hann getur ekki bara verið einn af leikmönnunum þannig að varið ykkur," skrifaði hann á Twitter, en tíst hans má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner