sun 25. júní 2017 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sven-Göran: Rooney og Costa myndu hafa það gott í Kína
Fer Rooney til Kína?
Fer Rooney til Kína?
Mynd: Getty Images
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, telur að Diego Costa og Wayne Rooney eigi að íhuga að fara til Kína.

Sven var síðast þjálfari Shenzhen FC í Kína, en hann var rekinn þaðan á dögunum. Hann hefur þjálfað fleiri lið í Kína, lið á borð við Shanghai SIPG og Guangzhou R&F.

Hann naut tímans í landinu og telur að leikmenn eins og Rooney og Costa muni gera það líka, taki þeir ákvörðun um að fara þangað.

„Ég hef ekki talað við Rooney í langan tíma, þannig að ég veit ekki hvað hann er að hugsa, en ef hann færi til Kína þá væri það jákvæð reynsla fyrir hann," sagði sá sænski við Daily Mirror.

„Hann er með fjölskyldu, en það eru alþjóðlegir skólar í stóru borgunum og hann myndi fá alla þá hjálp sem hann þyrfti. Það yrði tekið gríðarlega vel á móti honum."

„Það er komið gríðarlega vel fram við leikmennina. Þeir fá allt sem þeir þurfa og það er hugsað vel um þá, þannig að það væri ekkert vandamál fyrir Diego Costa og Rooney að fara þangað."
Athugasemdir
banner
banner