Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júní 2017 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Jafntefli þegar Sif og Glódís mættust
Glódís Perla og stöllur hennar eru í öðru sæti.
Glódís Perla og stöllur hennar eru í öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristianstad 1- 1 Eskilstuna United
0-1 Sjálfsmark ('40)
1-1 Therese Ivarsson ('55)

Það var Íslendingaslagur í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag þegar Kristianstad fékk Eskilstuna United í heimsókn.

Með Kristianstad leikur Sif Atladóttir og Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins, en hjá Eskilstuna er Glódís Perla Viggósdóttir í lykilhlutverki. Sif og Glódís voru báðar í byrjunarliði og spiluðu allan leikinn í vörnunum hjá sínum liðum.

Þær tvær verða báðar verða báðar væntanlega lykilmenn í vörn íslenska landliðsins á EM í næsta mánuði.

Í dag fór svo að liðin skildu jöfn, 1-1. Eskilstuna leiddi 1-0 í hálfleik, en í upphafi seinni hálfleiksins jafnaði Kristianstad.

Eskilstuna er í öðru sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Linköping á meðan Kristianstad er um miðja deild.
Athugasemdir
banner