sun 25. júní 2017 14:27
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Swansea hafnar tilboði Everton í Gylfa
Swansea mun reyna allt til þess að halda Gylfa okkar Sigurðssyni
Swansea mun reyna allt til þess að halda Gylfa okkar Sigurðssyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Swansea hefur hafnað 27 milljón punda tilboði Everton í Gylfa Þór Sigurðsson, svo herma heimildir ESPN.

Heimildarmenn í kringum velska liðið hafa staðfest að Everton hafi lagt fram tilboð í íslenska landsliðsmanninn en því hafi verið hafnað. Talað hefur verið um að Swansea vilji fá í kringum 40 milljónir punda fyrir Gylfa og því ber töluvert á milli liðana sem stendur.

Everton hefur verið með veskið galopið í sumar og fengið til sín bæði Jordan Pickford og Davy Klaassen fyrir samtals meira en 50 milljónir punda.

Gylfi, sem er með samning við Swansea til ársins 2020, hefur áður sagt í sumar að hann sé ekkert að reyna að koma sér burt frá Swansea. Honum líði afskaplega vel í Wales og að ef að tilboð kemur í hendur hans muni hans skoða það gaumgæfilega áður en hann tekur eitthverja ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner