Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 25. júní 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það að Navas væri frá Kosta Ríka fældi Barca í burtu
Navas leikur í dag með Real Madrid.
Navas leikur í dag með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður markvarðarins Kaylor Navas, sem leikur með Real Madrid, hefur komið fram með áhugaverða sögu.

Árið 2008 bauð Ricardo Cabanas, umboðsmaður Navas, öllum liðunum í spænsku úrvalsdeildinni að fá markvörðinn. Hann lék þá með Saprissa í heimalandinu, en ekkert lið á Spáni vildi hann.

„Ég gaf þeim öllum nákvæmar skýrslur og myndbönd, en það eina sem ég fékk voru hafnanir," sagði Cabanas.

Hann segir að höfnunin hjá Barcelona hafi verið sérstök.

„Einn af aðstoðarmönnum Pep Guardiola sagði við mig: ‘Hann er frábær markvörður, Ricardo, en það mun enginn kaupa markvörð frá Kosta Ríka, sérstaklega ekki stórlið."

Navas tókst að lokum að komast að hjá Albacete og þaðan fór hann til Levante. Hjá Levante var hann góður og Real Madrid bankaði á dyrnar. Í dag er hann aðalmarkvörður Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner