Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júní 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjár úr Pepsi-kvenna í landsliðshópi Mexíkó
Sandra er auðvitað í landsliðshópnum.
Sandra er auðvitað í landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír leikmenn úr Pepsi-deild kvenna valdir í landsliðshóp Mexíkó fyrir komandi verkefni.

Eftir viku hefst langt frí í Pepsi-deild kvenna, svokallað "EM-frí".

Mexíkó leikur vináttulandsleik gegn Svíþjóð þann 8. júlí næstkomandi, en Svíar eru að undirbúa sig fyrir EM.

Í hópnum hjá Mexíkó eru þrír leikmenn úr Pepsi-deild kvenna. Sandra Stephany Mayor og Bianca Sierra úr Þór/KA eru í hópnum ásamt Ariana Calderón úr Val.

Natalia Gomez úr Þór/KA er ekki í hópnum að þessu sinni þar sem hún er að glíma við meiðsli.

Hér að neðan má sjá hópinn hjá Mexíkó.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner