Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. júní 2017 13:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Umboðsmaður Aguero segir hann ekki á förum
Sergio Aguero verður áfram hjá City ef marka má umboðsmann kappans
Sergio Aguero verður áfram hjá City ef marka má umboðsmann kappans
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Sergio Aguero hefur ítrekað að skjólstæðingur hans munu ekki yfirgefa Manchester City í sumar, forráðamönnum PSG til mikillar gremju.

Argentínumaðurinn hefur verið mikið í umræðunni eftir að Pep Guardiola setti unga Brassann Gabriel Jesus fram fyrir hann í goggunarröðina eftir að hann kom í janúar.

Í sumar hafa verið sögusagnir um að PSG muni reyna að lokka þennan 29 ára gamla markahrók til sín , sem hefur skorað 169 mörk í 253 leikjum á sex tímabilum í Manchester.

En Hernan Reguera, umboðsmaður kappans, hefur nú ítrekað það að framherjinn sé hvergi að fara.

„Það er enginn vafi né ótti. Sergio verður áfram hjá Manchester City, það er klárt," sagði hann í viðtali við ítölsku fréttastofuna Tuttomercatoweb um helgina.

„Það hafa aldrei verið nein tilboð, eins og ég sagði, hann er hamingjusamur og mun vera áfram.

Þrátt fyrir að viðurkenna að Aguero og City hafi ekki enn farið í samningaviðræður um nýjan samning, varði Reguera samband Aguero við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City.

„Nei, við höfum ekki talað um [nýjan samning] í augnablikinu, og það er allt í lagi. Hann hefur tvö ár eftir af samningi sínum og maðurinn er hamingjusamur, líkt og félagið.

„Sambandið milli Aguero og yfirmannsins er frábært. Næsta leiktíð? Hann sækist í að ná sem allra allra lengst. Hann vill hjálpa liðinu að vinna bæði deildina og Meistaradeildina."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner