Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 25. júní 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Forsberg ósáttur - Lætur RB Leipzig heyra það
Forsberg vill fara frá RB Leipzig.
Forsberg vill fara frá RB Leipzig.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður hins sænska Emil Forsberg er allt annað en sáttur með það hvernig RB Leipzig hefur tekið á málum skjólstæðings síns.

Forsberg átti gott tímabil með Leipzig og hefur verið orðaður við Arsenal, AC Milan og Liverpool í sumar.

Forseberg er samningsbundinn RB Leipzig til 2022 og Oliver Mintzlaff, framkvæmdastjóri þýska félagsins, sagði á dögunum að félagið ætlaði ekki að selja leikmanninn.

Þetta er umboðsmaður Forsberg ekki sáttur með.

„Ég hef aldrei upplifað svona hrokafullt viðhorf," sagði umboðsmaður Forsberg, hann Hasan Cetinkaya, við Bild.

„Emil þarf að taka næsta skref á ferlinum."
Athugasemdir
banner